Gulbjörk

Gulbjörk
Blöð gulbjarkar
Blöð gulbjarkar
Börkur
Börkur
Ástand stofns

Öruggt
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Birkiætt (Betulaceae)
Ættkvísl: Birki (Betula)
Undirættkvísl: Betulenta
Tegund:
B. alleghaniensis

Tvínefni
Betula alleghaniensis
Britt.
Útbreiðsla Betula alleghaniensis
Útbreiðsla Betula alleghaniensis
Samheiti
  • Betula lutea Michx.

Gulbjörk (fræðiheiti: Betula alleghaniensis)[1] er stór og mikilvæg timburtegund af birkiætt, ættuð frá norðaustur Norður Ameríka. Nafnið gulbjörk vísar til litar barkarins.[2] Nafnið Betula lutea var mikið notað fyrir þessa tegund en hefur verið lýst ógilt.

Betula alleghaniensis er héraðstré Quebec, þar sem hún er kölluð merisier, nafn sem í Frakklandi er notað yfir fuglakirsuber.

Lýsing

Börkur gulbjarkar

Hún er meðalstór, yfirleitt einstofna tré, um 18 - 24 m há (einstaka sinnum að 30m)[1][3] með stofn sem verður um 60 til 90 sm í þvermál.[1][4] Gulbjörk er tiltölulega langlíf tegund sem verður 150 ára gömul og getur orðið að 300 ára gömul í gamalgrónum skógum.[5]

Hún fjölgar sér aðallega með fræi. Fullvaxin tré byrja vanalega að mynda fræ 40 ára gömul en geta byrjað jafnvel 20 ára.[5] Mest fræmyndun er á um 70 ára gömlum trjám. Fræár eru á um 1 til 4 ára fresti. Fræin spíra best á mosagrónum lurkum, fúnandi timbri eða sprungum í steinum þar sem þau geta ekki spírað í gegn um lauflagið.[5] Smáplöntur þroskast ekki í fullum skugga svo þær þurfa eitthvað rask til þess að spíra og vaxa.

Börkurinn á fullvöxnum trjám er skínandi gulbrúnn og flagnar í næfrar.[1][6] Börkurinn er yfirleitt með svarta bletti og dökkar láréttar loftaugarákir.[3] Eftir að tréð nær yfir 30 sm þvermál hættir börkurinn að flagna í næfra á þeim hluta og verður "skeljaður".[7] Það er til sjaldgæft form af tegundinni; (f. fallax) sem vex á suðurhluta útbreiðslusvæðisins.[1] Formið fallax er með dekkri grábrúnan börk sem flagnar minna en á aðalgerðinni.[8] Árssprotarnir ilma lítillega af methyl salicylate, Þó ekki eins mikið og hin skylda Betula lenta, en þær eru einu tegundirnar í Norður-Ameríku sem ilma af því.[1][6] Hinsvegar er styrkur lyktarinnar ekki öruggt greiningareinkenni nema með öðrum einkennum.[1]

Blöðin eru stakstæð, egglaga með oddi eða totu í endann eða oft með vægt hjartalaga grunni. Þau eru 5 til 12 sm löng og vanalega helmingur þess að breidd[4] með fínlegri tenningu (tvítennt) á jaðri. Þau eru dökkgræn að ofan og ljósari að neðan, æðarnar að neðan eru hærðar.[4][8] Á haustin verða blöðin skærgul.[7][9] Blöðin eru á stuttum legg, 0,64 til 1,27 sm löngum. Karlreklarnir eru 5,1 – 10,2 sm langir, purpuragulir, hangandi, 3-6 saman á fyrra árs vexti. Kvenreklarnir eru uppréttir og 1,5 til 3 sm langir og egglaga, þeir koma fram úr stuttum dvergsprotum með blöðunum.[8] [10]


Afbrigði

Tvö afbrigði hafa verið viðurkennd

  • B. a. var macrolepis
  • B. a. var alleghaniensis

Útbreiðsla

Náttúruleg útbreiðsla hennar er frá Nýfundnalandi til Prince Edward Island, Nova Scotia, New Brunswick, suður Quebec og Ontario, og suðausturhorni Manitoba í Kanada, vestur til Minnesota, og suður í Appalasíufjöll til norður Georgíufylkis.[11] Þó að útbreiðslan nái svo langt suður sem til Georgíu, er hún algengust í norðurhluta útbreiðslusvæðisins og er aðeins til fjalla í suðurhlutanum.[4][10] It grows in USDA zones 3-7.[4]

B. alleghaniensis kýs helst svala og er oftast á hlíðum mót norðri, mýrum, árbökkum og frjósömum skógum.[3][12] Hún þrífst ekki vel á þurrum svæðum eða svæðum með heitum sumrum. Sýrustig (pH) jarðvegs er frá 4-8.[9]

Búsvæði og vistfræði

Gulbjörk er oft með skógarþöll á svæði sínu vegna svipaðra krafne með búsvæði. Hún vex frá 0 – 500 m yfir sjávarmáli en getur farið upp í 1000 m.[5] Hún er mest í millisvæðinu á milli láglendis-laufskóga og hálendis greni og þallarskóga. Vegna þunns barkar og vangetu til að vaxa af rót, drepst hún auðveldlega af villieldi.[8]

Blendingar

  • Hún myndar blendinginn Betula × purpusii með Betula pumila, í lerkimýrum. Þessir blendingar eru nokkuð algengir[3] og runnkenndir að vexti og geta lyktað af methyl salicylate eða verið með ryðhærða árssprota.[1] Blaðlögunin er milli gerða foreldranna.[3]
  • Hún getureinnig blandast Betula papyrifera á norðlægari svæðum þar sem svæði þeirra liggja saman. Hún er sjaldan tilkynnt en er líklega algengari en áður var talið.[3] Að flestu leiti er blendingurinn millistig foreldranna.


Nytjar

Gulbjörk er talin mikilvægasta björkin til timburs og er mikilvægt harðviðartré; sem slíkt, er viður Betula alleghaniensis mikið notaður á gólf, húsgögn, viðarspæni, skápa, byssuskefti og tannstöngla.[5][8][12] Mestallur viður seldur í Norður-Ameríku er af þessari tegund. Viðurinn er tiltölulega sterkur, með þéttum árhringjum, og þungur. Viðurinn er frá því að vera rauðbrúnn til rjómahvítur og getur fengið mikinn gljáa.[5]

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 Peterson, George A. Petrides ; illustrations by George A. Petrides, Roger Tory (1986). A field guide to trees and shrubs : northeastern and north-central United States and southeastern and south-central Canada (2nd. útgáfa). Boston: Houghton Mifflin. ISBN 0-395-13651-2.
  2. http://landscaping.about.com/cs/fallfoliagetrees/a/fall_foliage4.htm[óvirkur tengill]
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 3,5 „Taxon Page“. www.efloras.org. Sótt 26. júlí 2016.
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 4,4 Dirr, Michael A (1990). Manual of woody landscape plants (4. ed., rev.. útgáfa). Champaign, Illinois: Stipes Publishing Company. ISBN 0-87563-344-7.
  5. 5,0 5,1 5,2 5,3 5,4 5,5 „YELLOW BIRCH PLANT GUIDE“ (PDF). USDA plants. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 17 ágúst 2016. Sótt 26. júlí 2016.
  6. 6,0 6,1 Rhoads, Ann; Block, Timothy. The Plants of Pennsylvania (2. útgáfa). Philadelphia Pa: University of Pennsylvania press. ISBN 978-0-8122-4003-0.
  7. 7,0 7,1 „Trees of the Adirondacks: Yellow Birch | Betula alleghaniensis“. www.adirondackvic.org. Sótt 26. júlí 2016.
  8. 8,0 8,1 8,2 8,3 8,4 „Yellow Birch (Betula alleghaniensis)“. www.illinoiswildflowers.info. Sótt 26. júlí 2016.
  9. 9,0 9,1 „Conservation Plant Characteristics for ScientificName (CommonName) USDA PLANTS“. plants.usda.gov. Sótt 26. júlí 2016.
  10. 10,0 10,1 Burns, Russell M; Honkala, Barbara H. (1990). Sylvics of North America: Hardwoods. Washington: U.S. Dept. of Agriculture, Forest Service u.a. ISBN 0160292603. Sótt 14. júlí 2016.[óvirkur tengill]
  11. „Plants Profile for Betula alleghaniensis (yellow birch)“. plants.usda.gov. Sótt 26. júlí 2016.
  12. 12,0 12,1 „Common Trees of Pennsylvania“ (PDF). Envirothon pa. Sótt 26. júlí 2016.

Sjá einnig


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.