Guðrún Kristín Magnúsdóttir

Guðrún Kristín Magnúsdóttir (fædd 27. september 1939 í Reykjavík) er verðlaunarithöfundur og listamaður. Hún var fyrirsæta þegar hún var unglingur og hefur einnig leikið í kvikmyndunum Hrafninn flýgur og Myrkrahöfðinginn.[1]

Guðrún er stúdent úr Verzlunarskóla Íslands, 1962, lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, 1973,[2] lærði uppeldisfræði í Háskóla Íslands og nam, í fjarnámi, vitundarvísindi við Maharishi University of Management í Bandaríkjunum. Hún hefur einnig lært sanskrít í mörg ár.

Guðrún er goði Undir fjöllum. Frá 1990 hefur Guðrún sérhæft sig í að útskýra táknmál og launsögn hins forna menningarafs okkar; rannsóknarverkefnið Óðsmál.[3]

Guðrún Kristín hefur gefið út meira en 130 bækur á ensku og íslensku.[4] Barnabækur, unglingabækur, leikrit og Óðsmál bækurnar, sem voru styrktar af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu 2011[5] og Hagþenki.[6]

Hún hefur einnig fengið styrk til fræðistarfa frá Menntamálaráði 1988.[7]

Guðrún fékk 1. og 2. verðlaun fyrir unglingasmásögur handa grunnskólum, útgefnar af Námsgagnastofnun 1992.[8]

Helstu verk Guðrúnar

  • Halla; útvarpssaga flutt í RÚV 1982.[9]
  • Ég, hið silfraða sjal; útvarpssaga flutt í RÚV 1983.[10] og birtist í tímaritinu Vikunni 1981.[11]
  • Í mjúku myrkri búa draumarnir; útvarpsleikrit flutt í RÚV 1988.[12]
  • Ég er hættur, farinn, ég er ekki með í svona asnalegu leikriti; verðlaunaleikrit sýnt í Borgarleikhúsinu 1990.[13][14][15]
  • Japl, jaml og fuður, handrit á stutta lista MEDIA, stuðningsdeild ESB fyrir evrópska kvikmyndagerð.
  • Barnaefni í Stundinni okkar (RÚV) í mörg ár.[16][17][18]
  • Hrif, sagnadiskur (DVD) 2005,
  • Óðsmál bækurnar. Þær útskýra dýpt menningararfs okkar og raunverulegan tilgang mannsævinnar.[19][20][21]
  • Hannesar saga Grásteins, bókaflokkur útgefinn af Námsgagnastofnun 1999.[22]

Bækur Guðrúnar

Bókaflokkurinn Hannesar saga Grásteins:

Krakka-Óðsmál in fornu, flokkur 40 bóka:

Óðsmál for bairns, flokkur 40 bóka, ensk þýðing á bókaflokknum Krakka-Óðsmál in fornu. (aths. „bairns þýðir „krakkar“ á fornri ensku):

Tilvitnanir

  1. New York Times.
  2. Vísir 2. apríl 1980.
  3. Helgarpósturinn 7. desember 1995.
  4. Fréttablaðið 10. nóvember 2011.
  5. Mennta og menningarmálaráðuneytið 5. apríl 2011.
  6. Morgunblaðið 27. september 2009.
  7. Þjóðviljinn 4. maí 1988.
  8. Morgunblaðið 21. september 1994.
  9. Morgunblaðið 29. júní 1982.
  10. Morgunblaðið 10. nóvember 1983.
  11. Vikan 15. janúar 1981.
  12. Þjóðviljinn 5. janúar 1988.
  13. Vera 1. desember 1990.
  14. Þjóðviljinn 24. október 1990.
  15. Þjóðviljinn 17. febrúar 1989.
  16. Morgunblaðið 21. desember 1985 (sjónvarpsdagskrá).
  17. Morgunblaðið 7. nóvember 1993 (sjónvarpsdagskrá).
  18. Dagblaðið Vísir – DV 27. febrúar 1993 (sjónvarpsdagskrá).
  19. Morgunblaðið 23. október 1996.
  20. Vera 1. desember 1996.
  21. „vefsíða Óðsmála“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. júlí 2014. Sótt 16. mars 2014.
  22. Morgunblaðið 20. júlí 1999.

Tenglar