Grímsfjall er fjall í vestanverðum Vatnajökli innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Fjallið er í raun sunnanverður barmur öskju eldstöðvarinnar Grímsvötn. Á fjallinu eru tindarnir Eystri og Vestari Svíahnúkur. Er sá eystri hærri (1722 m.). Hæst nær fjallið 1725 metrum.
Jöklarannsóknafélag Íslands rekur þrjá skála á fjallinu. [1]. Fyrsti skálinn var byggður árið 1957, annar árið 1987 og loks lítið hús með eldsneyti og kamar árið 1994. [2]
Skálarnir eru bækistöð rannsóknaleiðangra og ferðamanna. Eru þar einnig mælitæki til að mæla jarðskjálfta og eldvirkni. [3]