Godspeed You! Black Emperor

Godspeed You! Black Emperor er kandadísk síðrokkshljómsveit sem var stofnuð árið 1994. Sveitin er nefnd í höfuðið á svarthvítri heimildarmynd sem gerð var 1976 og fjallaði um japanskt mótorhjólagengi sem kallaði sig „The Black Emperors“. Hljómsveitin er gefin út af Constellation Records sem sérhæfir sig í síðrokki og hefur myndað sterka stefnu gegn kapítalisma. Mannaskipti hafa verið töluverð en þegar mest var voru 15 manns í sveitinni. Ýmis hliðarverkefni hafa því orðið til, þar má nefna A Silver Mt. Zion, Fly Pan Am og 1-Speed Bike.

Hljómsveitin

Hljómur sveitarinnar byggist fyrst og fremst á framúrstefnulegu rokki í bland við klassík. Aftur á móti notar hún mikið sampl sem aðalsprauta bandsins, Efrim Menuck, safnar. Þessi sömpl eru mörg mjög ólík - börn að syngja frönsk ljóð, lestir og viðtöl við presta og gamla menn. Einnig notar hljómsveitin mínímalíska óhljóða kafla til þess að brúa bilið á milli kafla. Uppbygging og kaflaskipti einkenna mjög lög bandsins og hefur ekki enn verið gefið út lag með sveitinni sem er styttra en 10 mínútur. Flest lögin eru þó á milli 15 og 20 mínútna löng. Bandið er einstaklega pólitíkst og birtist það bæði í hinum ýmsu sömplum sem prýðir plötur þeirra og í textunum á plötuumslögum þeirra. Eitt sinn hefur hljómsveitin meira að segja verið handtekin vegna gruns um að vera hryðjuverkamenn. Sumir vilja meina að Godspeed sé Kristileg hljómsveit. Í fyrsta lagi er það vegna orðsins „Godspeed“, en það er breskt orðatiltæki, sem þýðir nokkurn veginn „gangi þér vel“. Í öðru lagi er það vegna sampls sem finna má í laginu Static, en þar talar maður um frelsun sína. Allt trúarlegt sem birtist í verkum Godspeed er birt í kaldhæðni. Hljómsveitin er trúlaus og á móti efnishyggju og kapítalisma.

Útgefin verk

2024 No Title as of 13 February 2024 28,340 Dead
2021 G_d’s Pee AT STATE’S END!
2017 Luciferian Towers
2015 Asunder, Sweet and Other Distress
2012 'Allelujah! Don't Bend! Ascend!
2002 Yanqui U.X.O.
2000 Lift Yr. Skinny Fists Like Antennas to Heaven, einnig þekkt sem Levez Vos Skinny Fists Comme Antennas to Heaven.
1999 Slow Riot for New Zerø Kanada (EP-plata)
1998 aMAZEine 7"
1997 f#a#∞
1994 All Lights Fucked on the Hairy Amp Drooling (Gefin út í aðeins 33 eintökum á kassettu)