Godspeed You! Black Emperor er kandadísk síðrokkshljómsveit sem var stofnuð árið 1994. Sveitin er nefnd í höfuðið á svarthvítri heimildarmynd sem gerð var 1976 og fjallaði um japanskt mótorhjólagengi sem kallaði sig „The Black Emperors“. Hljómsveitin er gefin út af Constellation Records sem sérhæfir sig í síðrokki og hefur myndað sterka stefnu gegn kapítalisma. Mannaskipti hafa verið töluverð en þegar mest var voru 15 manns í sveitinni. Ýmis hliðarverkefni hafa því orðið til, þar má nefna A Silver Mt. Zion, Fly Pan Am og 1-Speed Bike.
Hljómsveitin
Hljómur sveitarinnar byggist fyrst og fremst á framúrstefnulegu rokki í bland við klassík. Aftur á móti notar hún mikið sampl sem aðalsprauta bandsins, Efrim Menuck, safnar. Þessi sömpl eru mörg mjög ólík - börn að syngja frönsk ljóð, lestir og viðtöl við presta og gamla menn. Einnig notar hljómsveitin mínímalíska óhljóða kafla til þess að brúa bilið á milli kafla. Uppbygging og kaflaskipti einkenna mjög lög bandsins og hefur ekki enn verið gefið út lag með sveitinni sem er styttra en 10 mínútur. Flest lögin eru þó á milli 15 og 20 mínútna löng. Bandið er einstaklega pólitíkst og birtist það bæði í hinum ýmsu sömplum sem prýðir plötur þeirra og í textunum á plötuumslögum þeirra. Eitt sinn hefur hljómsveitin meira að segja verið handtekin vegna gruns um að vera hryðjuverkamenn. Sumir vilja meina að Godspeed sé Kristileg hljómsveit. Í fyrsta lagi er það vegna orðsins „Godspeed“, en það er breskt orðatiltæki, sem þýðir nokkurn veginn „gangi þér vel“. Í öðru lagi er það vegna sampls sem finna má í laginu Static, en þar talar maður um frelsun sína. Allt trúarlegt sem birtist í verkum Godspeed er birt í kaldhæðni. Hljómsveitin er trúlaus og á móti efnishyggju og kapítalisma.
Útgefin verk