Síðrokk (enska post-rock) er jaðarrokks stefna. Í raun ætti þó frekar að tala um post-rock sem hugtak, þar sem að mjög ólík bönd geta flokkast undir þessa stefnu. Stefnan lýsir sér þannig að hljómsveitirnar spila instrumental-rokk á tilraunakenndan máta. Hljóðfærunum er oft beitt á óhefðbundin hátt, rafáhrif má oft greina og lagasmíðarnar eru töluvert flóknari en gerist hjá flestum rokkhljómsveitum. Djass-áhrif eru einnig sterk, sumar hljómsveitir spila spunakennda tónlist á meðan aðrar hallast af ambient-stefnu Brian Enos. Post-rock er í raun tilraun til að fara lengra með rokktónlistina, brjótast úr stöðnuðum lagasmíðum rokksins og innleiða ferskan hljóm í rokkheiminn. Maður að nafni Simon Reynolds skapaði hugtakið post-rock og lýsti því svona: "Það er þegar rokk hljóðfærum er beitt en ekki í þágu rokksins. Gítarinn er notaður til að framkalla ákveðinn hljómblæ og áferð í stað þess að spila riff".
Upphaf stefnunar
Erfitt að er segja nákvæmlega hvenær það var sem stefnan varð til. Ýmiss bönd hafa lagt margt til hennar, þar má nefna My Bloody Valentine, Stereolab og Slint. En flesir eru þó á því máli að Tortoise hafi verið fyrsta bandið sem hægt var að flokka sem post-rock band. Í verkum þeirra má finna allar þessar áherslur sem fyrr var talað um: djass-, raf- og ambientáhirf að undanskildu rokkinu. Annað band sem var brautriðjandi í senunni var Mogwai. Þeir voru þó að vinna með töluvert öðruvísi hugmyndir en Tortoise. Þeir fara lengra út í ambient og enn lengra út í rokk. Á köflum dettur hlustandanum í hug dauðarokk þegar þeir hlusta á Mogwai. Mogwai eru helstu áhrifavaldar stefnunnar.
Hljómsveitirnar
Post-rock sveitirnar eru ólíkar eins og þær eru margar. Í ljúfari kanntinum eru bönd eins og Tristeza og Lanterna. Tristeza spila hæg og melódísk lög undir miklum áhrifum frá raftónlist á meðan Lanterna hafa skapað sér sinn eigin hljóm með því að notast mikið við kassagítara. Aðrar eru undir miklum klassískum áhrif og beita fiðlum, sellóum og blásturshlóðfærum óspart, þar má nefna Godspeed You Black Emperor! og Sickoakes. Enn aðrar færast nær málmi og spila þungt og tilfinningaþrungið rokk, I'msonic rain, ISIS og Red Sparrows. Og svo djass- og spunakenndar eins og Do Make Say Think. Ekki má gleyma konungum konstrúktorsins, Explosions in the Sky. Þeir leika fallegt melódískt rokk sem hægt og rólega breytist yfir í dramatíska þungarokkskafla.
Íslenskar hljómsveitir
Íslenska hljómsveitin Sigur Rós er meðal stærstu nöfnum síðrokks stefnunar á heimsvísu en meðal annara íslenska síðrokkshljómsveita má til að mynda nefna Miri, Úlpu , Kimono og Sofandi.