George Robert Gray

Teckningar gjorda av George Robert Gray

George Robert Gray (fæddur 8. júlí 1808, dáinn 6. maí 1872) var enskur dýrafræðingur og rithöfundur. Hann var yfir fuglahluta British Museum í London í 41 ár. Hann var yngri bróðir John Edward Gray og sonur grasafræðingsins Samuel Frederick Gray.

Mikilvægasta ritverk hans var Genra of Birds (1844-49), sem myndskreytt var af David William Mitchell og Joseph Wolf og innihélt 46.000 fræðigreinar.

Gray hóf störf við British Museum sem aðstoðarvörður dýrafræðideildarinnar árið 1831. Hann hóf feril sinn á að skrá skordýr og gaf út ritið Entomology of Australia (skordýrafræði Ástralíu) árið 1833.

Árið 1833 stofnaði hann það sem síðar varð Hið konunglega skordýrafræðifélag London.