Gangandi íkorni

Gangandi íkorni er skáldsaga eftir Gyrði Elíasson og kom út 1987; þetta var fyrsta skáldsaga Gyrðis. Mál og menning gaf bókina út og síðan endurútgaf Íslenski kiljuklúbburinn bókina árið 1990.

Sagan er súrrealísk fantasía og fjallar um strák sem heitir Sigmar, sem fer úr raunheimi inn í ímyndaðan heim þar sem hann er ekki lengur strákur heldur íkorni. Bókin er talin tímamótaverk í íslenskri bókmenntasögu. Næturluktin er sjálfstætt framhald af bókinni, en hún kom út árið 2001. Bækurnar tvær voru síðan gefnar út saman í kilju árið 2006.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.