Framsóknarflokkurinn (fyrri) var íslenskur stjórnmálaflokkur sem stofnaður var sumarið 1902 af stuðningsmönnum Valtýs Guðmundssonar á þingi. Þeir höfðu áður starfað í Framfaraflokknum en gengu árið 1905 til liðs við hinn nýja Þjóðræðisflokk.
Saga
Stefna Valtýs Guðmundssonar í stjórnarskrármálinu, valtýskan svokallaða, var samþykkt á Alþingi árið 1902 og virtist því um sinn sem að margra ára stappi um framtíðarstjórnskipan Íslands innan danska ríkisins væri lokið. Fylgjendur Valtýr á þingi höfðu áður myndað Framfaraflokkinn en sáu nú fram á nýja tíma í stjórnmálalífi landsins. Stefnuskráin horfði til framtíðar með áherslu á eflingu atvinnulífs, stofnun banka og símsamband við útlönd.
Nýjar vendingar í dönskum stjórnmálum breyttu stöðunni í sjálfstæðismálinu snögglega og unnu Heimastjórnarmenn góðan sigur í Alþingiskosningunum 1903. Lentu Framsóknarmenn því í stjórnarandstöðu en Hannes Hafstein varð fyrsti íslenski ráðherrann. Eftir að gagnrýni á störf ráðherrans tók að færast í vöxt vegna símamálsins freistuðu flokksmenn að breikka grundvöllinn með því að stofna nýjan flokk, Þjóðræðisflokkinn árið 1905.
Tilvísanir og heimildir