Forseti Brasilíu

Forseti Sambandslýðveldisins Brasilíu
Presidente da República
Federativa do Brasil
Embættisfáni
Núverandi
Lula da Silva

síðan 1. janúar 2023
StaðaÞjóðhöfðingi
Ríkisstjórnarleiðtogi
Yfirmaður herafla
MeðlimurRíkisstjórnar Brasilíu
Þjóðaröryggisráðs Brasilíu
Lýðveldisráðs Brasilíu
Opinbert aðseturPalácio da Alvorada
Granja do Torto
SætiPalácio do Planalto
Skipaður afBeinum almennum kosningum (í tveimur umferðum ef nauðsyn krefur)
KjörtímabilFjögur ár,
að hámarki tvenn kjörtímabil í röð
LagaheimildStjórnarskrá Brasilíu
ForveriKeisari Brasilíu (sem þjóðhöfðingi)
Forsætisráðherra Brasilíu (sem ríkisstjórnarleiðtogi)
Stofnun15. nóvember 1889
Fyrsti embættishafiDeodoro da Fonseca
StaðgengillVaraforseti
LaunR$ 402.151/US$ 76.309 á ári[1]
Vefsíðawww.gov.br/planalto

Forseti Brasilíu (portúgalska: Presidente do Brasil), opinberlega forseti Sambandslýðveldisins Brasilíu (portúgalska: Presidente da República Federativa do Brasil) eða einfaldlega forseti lýðveldisins, er þjóðhöfðingi og ríkisstjórnarleiðtogi Brasilíu og æðsti leiðtogi brasilíska hersins.

Stofnað var til forsetaræðis í Brasilíu árið 1889 eftir að lýðveldi var stofnað í kjölfar herforingjabyltingar gegn Pétri 2. Brasilíukeisara. Síðan þá hefur Brasilía haft sex stjórnarskrár og hefur farið í gegnum þrjú einræðistímabil og þrjú lýðræðistímabil. Á lýðræðistímabilum Brasilíu hefur alltaf verið við lýði kosningaskylda. Stjórnarskrá Brasilíu og viðaukar við hana mæla fyrir um skyldur, völd og kjörgengi forsetans, lengd kjörtímabilsins og fyrirkomulag kjörs þeirra.[2]

Luiz Inácio Lula da Silva er 39. og núverandi forseti landsins. Hann var svarinn í embætti þann 1. janúar 2023 eftir að hafa unnið sigur í forsetakosningum árið áður.[3] Lula var áður 35. forseti Brasilíu frá 2003 til 2011.

Tilvísanir

  1. [1], Ministério da Transparência, Fiscalização e Controle. Skoðað 28. október 2024.
  2. Stjórnarskrá Sambandslýðveldisins Brasilíu, 15. gr. og II. kafli.
  3. „Lula tekinn við í Brasilíu“. mbl.is. 1. janúar 2023. Sótt 1. janúar 2023.
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.