Fjöldamorðin í Tulsa

36°09′34″N 95°59′11″V / 36.1594°N 95.9864°V / 36.1594; -95.9864

Rjúkandi rústir Greenwood-hverfisins í Tulsa á tíma fjöldamorðanna 1921.
Heimili og verslanir í rústum eftir fjöldamorðin.

Fjöldamorðin í Tulsa voru framin á dögunum 31. maí til 1. júní árið 1921 í hverfinu Greenwood í Tulsa í Oklahoma. Í morðunum réðust hvítir Bandaríkjamenn á heimili svartra samborgara sinna, lögðu hús þeirra og fyrirtæki í rúst og myrtu allt að 300 manns. Fjöldamorðin eru talin eitt versta dæmið um kynþáttaofbeldi í sögu Bandaríkjanna.

Söguágrip

Við upphaf þriðja áratugar 20. aldar stóð efnahagslíf borgarinnar Tulsa í blóma vegna olíufunda. Kynþáttaaðskilnaðarstefna var við lýði víðs vegar um Bandaríkin og flestir svartir borgarbúar í Tulsa, um tíu þúsund talsins, bjuggu því hver innan um annan í Greenwood-hverfi borgarinar og stunduðu viðskipti sín á milli. Greenwood-hverfið var stundum kallað „svarta Wall Street“ þar sem flestir íbúarnir voru vel stæðir og hverfið þótti nokkurs konar táknmynd um efnahagsuppgang meðal blökkumanna.[1]

Kveikjan að morðhrinunni varð þann 30. maí 1921 þegar svartur táningspiltur að nafni Dick Rowland gekk inn í Drexel-bygginguna til þess að nota salernið þar sem ekki var sérstakt salerni fyrir blökkumenn á vinnustað hans líkt og lög gerðu ráð fyrir. Eftir að hann notaði lyftuna í byggingunni sakaði lyftuvörðurinn, hvít stúlka að nafni Sarah Page, Rowland um áreitni. Fjölmiðlar greindu í kjölfarið frá því að Rowland hefði beitt Page kynferðislegu ofbeldi og lögreglan handtók hann því daginn eftir.[1]

Kvöldið 31. maí safnaðist múgur um 1.500 hvítra borgarbúa í kringum dómshúsið í Tulsa og krafðist þess að fá Rowland framseldan. Lögreglan neitaði að afhenda hann og lét gæta hans á efstu hæð dómshússins, enda var óttast að múgurinn myndi taka Rowland af lífi án dóms og laga. Seinna um kvöldið kom hópur tæplega hundrað svartra borgarbúa á vettvang og bauð lögreglunni hjálp sína við að gæta Rowland en var vísað frá. Um kvöldið kom til vopnaðra átaka milli hópanna tveggja sem leiddi til þess að blökkumennirnir hörfuðu inn í Greenwood-hverfið.[1]

Eftir átökin við dómshúsið fór sú saga á kreik að svartir borgarbúar Tulsa væru að leggja á ráðin um að fá liðsauka frá nágrannaborgum og -bæjum til að gera gagnáhlaup. Í kjölfarið gerðu hvítir borgarbúar árás á Greenwood-hverfið og gengu þar berserksgang. Margir þeirra höfðu verið vopnaðir af yfirvöldum borgarinnar. Morguninn 1. júní höfðu þúsundir hvítra borgarbúa ráðist inn í hverfið, skutu fólk á götum úti, rændu verslanir og kveiktu í húsum. Slökkviliðsmönnum sem komu á vettvang var hótað með byssum og þeim meinað að slökkva eldana.[1] Í átökunum var sprengjum jafnframt varpað á hverfið úr flugvélum og er það talið fyrsta dæmið um loftárás á bandarískri grundu.[2]

Síðdegis þann 1. júní, þegar ofbeldið hafði staðið yfir í rúman sólarhring, setti þjóðvarðlið Oklahoma herlög á Tulsa til að binda enda á óeirðirnar.[2] Þegar þjóðvarðliðið kom á vettvang voru morðin að mestu afstaðin. Seinna sama dag hafði lögreglan tekið ákvörðun um að ákæra ekki Dick Rowland þar sem líkur þóttu til þess að hann hefði aðeins hrasað eða stigið á fót Page. Rowland yfirgaf Tulsa og virðist aldrei hafa snúið aftur.[1]

Enginn var ákærður eða dreginn til ábyrgðar fyrir morðin, ránin og skemmdarverkin sem framin voru í Greenwood-hverfinu og á næstu áratugum var lítið fjallað um fjöldamorðin. Tilraunir voru gerðar til að þagga niður minninguna um atburðinn, meðal annars með förgun dagblaðaumfjöllunar um atburðarásina. Ekki var markvisst hafið að rifja upp hildarleikinn í Tulsa fyrr en á áttunda áratuginum.[1] Í skýrslu sem unnin var á vegum Bandaríkjastjórnar árið 2001 var komist að þeirri niðurstöðu að um 300 manns hafi verið drepnir, hundruð hafi særst, 8.000 til 10.000 hafi misst heimili sín, 35 húsalengjur hafi verið brenndar til grunna, 1.470 heimili hafi verið brennd eða rænd og um 6.000 manns fluttir í fangabúðir. Í skýrslunni var mælt með því að eftirlifandi fórnarlömbum ofbeldisins og afkomendum þeirra yrðu greiddar stríðsskaðabætur en það hefur enn ekki verið gert.[2]

Á hundrað ára afmæli fjöldamorðanna árið 2021 var opnað safn í Tulsa um sögu Greenwood-hverfisins, meðal annars til þess að minnast morðhrinunnar.[3] Joe Biden Bandaríkjaforseti minnstist atburðarins á hundrað ára afmæli hans og áréttaði að markvisst hefi verið reynt að þagga minningu um hann niður.[4]

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 Sunna Ósk Logadóttir (20. júní 2020). „Trump heldur fyrsta fundinn á slóðum fjöldamorðs“. Kjarninn. Sótt 3. júní 2021.
  2. 2,0 2,1 2,2 Þorvaldur S. Helgason (31. maí 2021). „Öld frá ó­eirð­un­um í Tuls­a: „Ég hef lif­að blóð­bað­ið á hverj­um ein­ast­a degi". Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. mars 2023. Sótt 3. júní 2021.
  3. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir (31. maí 2021). „Eftir­lif­endur minnast fjölda­morðsins í Tulsa“. Vísir. Sótt 3. júní 2021.
  4. Róbert Jóhannsson (2. júní 2021). „Biden minntist fjöldamorðanna í Tulsa“. RÚV. Sótt 4. júní 2021.

Read other articles:

العلاقات الدنماركية الكورية الشمالية الدنمارك كوريا الشمالية   الدنمارك   كوريا الشمالية تعديل مصدري - تعديل   العلاقات الدنماركية الكورية الشمالية هي العلاقات الثنائية التي تجمع بين الدنمارك وكوريا الشمالية.[1][2][3][4][5] مقارنة بين البلدي�...

 

  لمعانٍ أخرى، طالع يونيونفيل (توضيح). يونيونفيل   الإحداثيات 41°18′01″N 74°33′42″W / 41.300277777778°N 74.561666666667°W / 41.300277777778; -74.561666666667  [1] تقسيم إداري  البلد الولايات المتحدة[2]  التقسيم الأعلى مقاطعة أورانج  خصائص جغرافية  المساحة 0.791886 كيلومتر م�...

 

Canadian baseball player Baseball player Trystan MagnusonMagnuson pitching for the Lansing Lugnuts in 2008PitcherBorn: (1985-06-06) June 6, 1985 (age 38)Vancouver, British Columbia, CanadaBatted: LeftThrew: RightMLB debutMay 17, 2011, for the Oakland AthleticsLast MLB appearanceAugust 15, 2011, for the Oakland AthleticsMLB statisticsWin–loss record0–0Earned run average6.14Strikeouts11 Teams Oakland Athletics (2011) Medals Men's baseball Representing ...

Spanish politician In this Catalan name, the first or paternal surname is Nuet and the second or maternal family name is Pujals; both are generally joined by the conjunction i. Joan Josep NuetMPNuet in May 2018Member of the Congress of DeputiesIn office16 May 2019 – 4 May 2021ConstituencyBarcelonaIn office2 December 2011 – 25 October 2015Member of the Senate of SpainIn office21 December 2006 – 8 February 2011Preceded byJaume BoschSucceeded byJoan Saura...

 

Mammalian protein found in humans CBSAvailable structuresPDBOrtholog search: PDBe RCSB List of PDB id codes1JBQ, 1M54, 4COO, 4L0D, 4L27, 4L28, 4L3V, 4PCU, 4UUUIdentifiersAliasesCBS, HIP4, cystathionine-beta-synthase, CBSL, cystathionine beta-synthaseExternal IDsOMIM: 613381 MGI: 88285 HomoloGene: 37258 GeneCards: CBS Gene location (Human)Chr.Chromosome 21 (human)[1]Band21q22.3Start43,053,191 bp[1]End43,076,943 bp[1]Gene location (Mouse)Chr.Chromosome 17 (mouse)[2&#...

 

Chronologies Données clés 1751 1752 1753  1754  1755 1756 1757Décennies :1720 1730 1740  1750  1760 1770 1780Siècles :XVIe XVIIe  XVIIIe  XIXe XXeMillénaires :-Ier Ier  IIe  IIIe Chronologies thématiques Art Architecture, Arts plastiques (Dessin, Gravure, Peinture et Sculpture), (), Littérature (), Musique (Classique) et Théâtre   Ingénierie (), Architecture et ()   Politique Droit   Religion (,)   Science (...

Oronerosingolo discograficoScreenshot tratto dal video del branoArtistaGiorgia Pubblicazione30 settembre 2016 Durata3:32 Album di provenienzaOronero GenerePopContemporary R&B EtichettaSony Music ProduttoreMichele Canova Iorfida Registrazione2016 FormatiDownload digitale, streaming CertificazioniDischi di platino Italia[1](vendite: 50 000+) Giorgia - cronologiaSingolo precedenteLa mia stanza(2014)Singolo successivoVanità(2017) Oronero è il primo singolo estrat...

 

Koordinat: 49°12′08″N 55°52′05″E / 49.20222°N 55.86806°E / 49.20222; 55.86806 Altykarasu АлтықарасуАлтыкарасуالتىقاراسۋNegara KazakhstanProvinsiAktobeKetinggian130 m (430 ft)Zona waktuUTC+5 (Waktu Kazakhstan Barat) • Musim panas (DST)UTC+5 (Waktu Kazakhstan Barat) Altykarasu (juga dikenal sebagai Altyqarasu[1] (bahasa Rusia: Алтыкарасу, Altykarasu, bahasa Kazakh: Алтықа...

 

Brazilian politician José ReguffeSenator for the Federal DistrictIn office1 February 2015 – 1 February 2023Member of the Chamber of DeputiesIn office1 February 2011 – 1 February 2015ConstituencyFederal DistrictMember of the Legislative Chamber of the Federal DistrictIn office1 February 2007 – 1 February 2011ConstituencyAt-large Personal detailsBornJosé Antônio Machado Reguffe (1972-09-05) 5 September 1972 (age 51)Rio de Janeiro, BrazilPolitical partyIn...

British petroleum geologist (1931–2022) Colin CampbellCampbell in Italy in 2006Born(1931-07-24)24 July 1931Berlin, Brandenburg, Prussia, GermanyDied13 November 2022(2022-11-13) (aged 91)Ballydehob, County Cork, IrelandNationalityBritishEducationSt Paul's, Oxford (MA, DPhil)[1]Occupation(s)Geologist, authorSpouseBobbins CampbellChildren2 Colin J. Campbell (24 July 1931 – 13 November 2022) was a British petroleum geologist who predicted that oil production would peak by 2007. H...

 

Cuban-American singer and actress (born 1955) In this Spanish name, the first or paternal surname is Alonso and the second or maternal family name is Bustillo. María Conchita AlonsoAlonso (right) at LA Pride 2011BornMaría Concepción Alonso Bustillo (1955-06-29) June 29, 1955 (age 68)Cienfuegos, CubaCitizenshipCubaVenezuelaUnited StatesOccupation(s)Singer, actressRelativesAntonella Alonso (niece)[1][2]Beauty pageant titleholderTitleMiss World Venezuela 1975Years...

 

Harimau sumatra Harimau sumatra di Tierpark, Berlin, Jerman Status konservasi Kritis  (IUCN 3.1)[1] Klasifikasi ilmiah Kerajaan: Animalia Filum: Chordata Kelas: Mammalia Ordo: Carnivora Famili: Felidae Genus: Panthera Spesies: P. tigris Subspesies: P. t. sondaica Nama trinomial Panthera tigris sondaicaTemminck, 1844 Sinonim sebelumnya P. t. sumatrae Pocock, 1929 Harimau sumatra adalah populasi Panthera tigris sondaica[2] yang mendiami pulau Sumatra, Indonesia d...

Species of flowering plant Forsythia europaea Conservation status Least Concern  (IUCN 3.1)[1] Scientific classification Kingdom: Plantae Clade: Tracheophytes Clade: Angiosperms Clade: Eudicots Clade: Asterids Order: Lamiales Family: Oleaceae Genus: Forsythia Species: F. europaea Binomial name Forsythia europaeaDegen & Bald. Forsythia europaea, commonly known as Albanian forsythia or European forsythia,[2][3] is a species of flowering plant in the olive f...

 

Formula that relates characteristics of the pipe and internal pressure it can withstand Barlow's formula (called Kesselformel[1] in German) relates the internal pressure that a pipe[2] can withstand to its dimensions and the strength of its material. This approximate formula is named after Peter Barlow, an English mathematician.[3] P = 2 σ θ s D {\displaystyle P={\frac {2\sigma _{\theta }s}{D}}} Cylinder, where P {\displaystyle P}  : internal pressur...

 

This article has multiple issues. Please help improve it or discuss these issues on the talk page. (Learn how and when to remove these template messages) This article relies largely or entirely on a single source. Relevant discussion may be found on the talk page. Please help improve this article by introducing citations to additional sources.Find sources: Gummidipoondi – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (April 2018) This article needs addit...

كيبا أريزابالاغا Arrizabalaga كيبا مع تشيلسي عام 2021 معلومات شخصية الاسم الكامل كيبا أريزابالاغا ريبويلتا[1] الميلاد 3 أكتوبر 1994 (العمر 29 سنة)[2]أونداروا، إسبانيا الطول 1.89 م (6 قدم 2 1⁄2 بوصة)[3] مركز اللعب حارس مرمى الجنسية إسباني معلومات النادي النادي الحال�...

 

Religious and philosophical tradition This article may be in need of reorganization to comply with Wikipedia's layout guidelines. Please help by editing the article to make improvements to the overall structure. (December 2023) (Learn how and when to remove this message) TaoismThe Chinese character for the Tao, often translated as 'way', 'path', 'technique', or 'doctrine'Chinese nameChinese道教Hanyu PinyinDàojiào Literal meaningReligion of the WayTranscriptionsStandard MandarinHanyu Pinyi...

 

Royal Canadian Sea CadetsCadets de la Marine royale du Canada (French)Badge of the RCSCActive1905-presentCountry CanadaTypeYouth OrganizationPart ofCanadian Cadet OrganizationsHeadquartersOttawa, Ontario, CanadaMarchQuick: Heart of OakCommandersCurrentcommanderBrigadier-General Dominique BraisInsigniaFlagMilitary unit The Royal Canadian Sea Cadets (RCSC; French: Cadets de la Marine royale du Canada) is a Canadian national youth program sponsored by the Canadian Armed Forces and...

Questa voce sugli argomenti scrittori tedeschi e editori tedeschi è solo un abbozzo. Contribuisci a migliorarla secondo le convenzioni di Wikipedia. Ritratto di Theodore Haak eseguito da Sylvester Harding Theodore Haak (Neuhausen, 1605 – Londra, 1690) è stato un editore, traduttore e filosofo tedesco. Studioso calvinista[1][2] e membro fondatore della Royal Society, si trasferì in Inghilterra all'età di 20 anni. Lavorò come traduttore[3][4] in part...

 

Suburb of Canberra, Australian Capital TerritoryFisherCanberra, Australian Capital TerritoryFisher shopping centreFisherCoordinates35°21′40″S 149°03′25″E / 35.361°S 149.057°E / -35.361; 149.057Population3,219 (SAL 2021)[1]Established1970Postcode(s)2611Area1.6 km2 (0.6 sq mi)DistrictWeston CreekTerritory electorate(s)MurrumbidgeeFederal division(s)Bean Suburbs around Fisher: Stirling Waramanga Chifley Chapman Fisher Canberra Natu...