Ferdinand Porsche (borið fram ˈpɔʁʃə, 3. september 1875 – 30. janúar 1951) var austurrískur bifvélaverkfræðingur. Hann er þekktastur fyrir að hafa hannað upprunalega útgáfu Volkswagen bjöllunnar og vinnu við þróun þýsku skriðdrekanna Tiger I, Tiger II og Elefant sem voru í notkun í seinni heimsstyrjöldinni.
Adolf Hitler heiðraði Porsche árið 1937 og sæmdi hann þá Þýsku verðlaununum fyrir vísindi og fræði, sem voru meðal sjaldgæfustu verðlauna í Þriðja ríkinu.
Bifreiðaframleiðandinn Porsche er nefndur eftir syni Ferdinands Porsche, Ferry Porsche. Upphaflega byggði hönnun bifreiðanna að miklu leyti á hönnun Volkswagen bjöllunnar.