Ferdinand Porsche

Ferdinand Porsche

Ferdinand Porsche (borið fram ˈpɔʁʃə, 3. september 187530. janúar 1951) var austurrískur bifvélaverkfræðingur. Hann er þekktastur fyrir að hafa hannað upprunalega útgáfu Volkswagen bjöllunnar og vinnu við þróun þýsku skriðdrekanna Tiger I, Tiger II og Elefant sem voru í notkun í seinni heimsstyrjöldinni.

Adolf Hitler heiðraði Porsche árið 1937 og sæmdi hann þá Þýsku verðlaununum fyrir vísindi og fræði, sem voru meðal sjaldgæfustu verðlauna í Þriðja ríkinu.

Bifreiðaframleiðandinn Porsche er nefndur eftir syni Ferdinands Porsche, Ferry Porsche. Upphaflega byggði hönnun bifreiðanna að miklu leyti á hönnun Volkswagen bjöllunnar.