Feneyjar

Feneyjar.
Ponte degli Scalzi (Brú hinna berfættu) yfir Canal Grande, 2005.

Feneyjar eru höfuðborg Venetó-héraðs á Norðaustur-Ítalíu. Borgin er bæði þekkt fyrir iðnað sinn sem og mikinn ferðamannastraum. Hún hefur stundum verið nefnd drottning Adríahafsins (la Regina dell'Adriatico) en einnig: la Serenissima, la Superba eða la Dominante dei Mari. Feneyjum stafar vaxandi hætta af flóðum (acqua alta), mengun og landsigi. Á síðustu öld varð stundum fólksflótti frá borginni vegna bágra lífskjara og á árunum 1968-1976 fluttu yfir 100.000 manns úr borginni. Íbúar Feneyja eru um 260.000 manns (2020).

Borgin er hafnarborg og teygir sig yfir fjölda lítilla eyja í Feneyjalóninu sem er u.þ.b. 500 km² og liggur að Adríahafinu. Sunnan við Feneyjar eru óseyrar árinnar og norðan borgarinnar eru óseyrar árinnar Piave. Iðnaðarsvæðið Mestre á meginlandi Ítalíu tengist Feneyjum með vegfyllingu og höfn er við Marghera.

Feneyjar eru reistar á smáeyjum og á milli þeirra eru vatnsvegir sem nefndir eru síki á íslensku. Flestir ferðast milli borgarhluta með almenningsbátum, svonefndum vaporetti (et. vaporetto), en Feneyjar eru þó hvað frægastar fyrir gondólana sem er róið um síkin og hafa löngum verið ímynd rómantíkur. Byggingar Feneyja og menning hafa einnig verið seglar á ferðamenn í áranna rás.

Um 180 síki með um 400 brúm skilja að eyjarnar í Feneyjum. Helsta umferðaræðin er S-laga síki sem nefnist Canal Grande en heimamenn nefna Canalazzo. Á bökkum þess eru um 200 lystihallir (palazzo), tíu kirkjur og yfir það liggur Rialto-brúin ásamt þremur öðrum brúm: Ponte degli Scalzi, Ponte dell'Accademia og hin nýja og umdeilda Ponte della Costituzione. Í hjarta Feneyja er Markúsartorg með Markúsarkirkju og skammt frá er Hertogahöllin.

Heiti borgarinnar er leitt af heiti þjóðflokksins -Veneta sem byggði svæðið áður en rómverjar komu og var heitið (Venétia, Venésia, Venéxia) haft yfir allt þeirra land sem náði vel í allar áttir, einkum þó norður, frá blábotni Adríahafs.

Saga Feneyja

Feneyjar voru stofnaðar á 5. öld e.Kr. og urðu fljótlega blómlegur verslunarstaður og mikil miðstöð menningar og lista. Feneyjar urðu sjálfstætt lýðveldi á 8. öld. Borgríkið náði einokun á verslun við Austurlönd en missti hana í kjölfar þess að sjóleiðin til Austurlanda fjær fannst árið 1498. Feneyska lýðveldið sameinaðist Ítalíu ekki fyrr en undir lok 18. aldar.

Eitt og annað

Tengt efni