Föníka eða Fönikía var menningarsamfélag í fornöld sem átti uppruna sinn í norðurhluta Kananslands á ströndum þess lands sem nú heitir Líbanon. Föníka var sjóveldi og verslunarveldi sem stofnaði borgríki allt í kringum Miðjarðarhafið á 1. árþúsundi f.Kr. Föníkumenn kölluðu sjálfa sig líklega kena'ani (kananíta), en nafnið Föníka hefur orðið almennt vegna þess að Grikkir kölluðu landið Φοινίκη („foinike“) sem þeir fengu að láni úr fornegypskuFnkhw („Sýrlendingar“). Gríska orðið var auk þess hljóðfræðilega líkt orðinu yfir blóðrauðan eða vínrauðan lit φοῖνιξ („foinix“ sbr fönix) og orðin urðu því samheiti vegna verslunar Föníkumanna með hinn eftirsótta týrosarrauða lit sem meðal annars er unninn úr kuðungum. Skip Föníkumanna sem voru undirstaða veldis þeirra voru stórar galeiður.