Einar kom víða við á starfsferli sínum. Hann var kennari við Lagaskólann í Reykjavík frá 1908-1911, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands 1911-1915, alþingismaður frá 1914-1919 og 1931-1932. Frá 1915-1917 var hann ráðherra Íslands en að því starfi loknu tók hann aftur við embætti prófessors við Háskóla Íslands og gegndi því til ársins 1932. Hann var rektor Háskóla Íslands 1918-1919 og 1929-1930, skattstjóri í Reykjavík 1922-1928, hæstaréttardómari 1932-1942 en í desember 1942 varð hann dóms- og menntamálaráðherra í utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar og gegndi því embætti þar til í september 1944 er hann tók aftur við embætti hæstaréttardómara.
Einar var einn nefndarmanna í sambandalaganefndinni sem Alþingi skipaði árið 1918 til þess að komast að samkomulagi við Dani um frumvarp um dansk-íslensk sambandslög þar sem Ísland yrði viðurkennt sem fullvalda ríki.[3]