Dreamcast er fimmta og seinasta leikjatölva Sega, á eftir Sega Saturn. Hún var tilraun til að reyna ná aftur leikjamarkaðinum með næstu kynslóðar leikjatölvum, móti PlayStation og Nintendo 64. Hún var gefin út 16 mánuðum fyrir PlayStation 2 (PS2) og þrem árum undan Nintendo GameCube og Xbox og var ætlað að vera á undan sínum tíma og ná aftur vinsældum Sega í leikjatölvubransanum. Aftur á móti mistókt henni að ná nægilegum vinsældum áður en PlayStation 2 kom út í mars2000 og Sega ákvað að hætta við Dreamcast sama ár og draga sig algerlega út úr leikjatölvubransanum.