Denis C. Feeney (fæddur 16. október 1955) er nýsjálenskur fornfræðingur, prófessor í fornfræði og Giger-prófessor í latínu við Princeton-háskóla.
Feeney lauk B.A.-prófi frá Háskólanum í Auckland á Nýja Sjálandi árið 1976 og D.Phil.-gráðu frá Oxford-háskóla árið 1982. Doktorsverkefni hans fjallaði um 1. bók Púnverjastríðsins eftir Silius Italicus og var unnið undir leiðsögn R.G.M. Nisbet. Feeney kenndi m.a. við Edinborgarháskóla, Háskólann í Bristol, Wisconsin-háskóla í Madison og Oxford-háskóla áður en hann tók við stöðu sinni við Princeton-háskóla.
Bók Feeneys The Gods in Epic hafði mikil áhrif á hugmyndir manna um tengslin milli bókmennta og trúarbragða í Rómaveldi.
Bækur
- The Gods in Epic: Poets and Critics of the Classical Tradition (1991)
- Literature and Religion at Rome: Cultures, Contexts, and Beliefs (1998)
- Caesar's Calendar: Ancient Time and the Beginnings of History (2007)