Daniel Craig

Daniel Craig

Daniel Wroughton Craig (fæddur 2. mars 1968) er enskur leikari best þekktur fyrir að leika leyniþjónustumanninum James Bond síðan árið 2006. Hann tók við af Pierce Brosnan í þessu hlutverki. Þó að gagnrýnendur væru efins í fyrstu var flutningi hans í Casino Royale vel tekið og hann var tilnefndur til BAFTA-verðlauna fyrir hann. Quantum of Solace kom út tveimur árum eftir það og þriðja myndin með hann, Skyfall, var frumsýnd 23. október 2012. Fimmta og síðasta mynd Craigs í hlutverki Bonds, No Time to Die, kom út þann 30. september 2021. Síðan Craig byrjaði að leika James Bond hefur hann haldið áfram að leika í öðrum myndum, markverðast af öllu í enskumælandi útgáfu af Körlum sem hata konur.

Hann er giftur Rachel Weisz leikkonu en hún er önnur eiginkona hans. Hann á dóttur, Ella, sem hann eignaðist með fyrstu eiginkonu sinni Fiona Loudon.

Hann lék James Bond á opnunarhátíð sumarólympíuleikanna 2012 í London ásamt Elísabetu 2. Bretadrottningu.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.