Daniel Wroughton Craig (fæddur 2. mars1968) er enskurleikari best þekktur fyrir að leika leyniþjónustumanninum James Bond síðan árið 2006. Hann tók við af Pierce Brosnan í þessu hlutverki. Þó að gagnrýnendur væru efins í fyrstu var flutningi hans í Casino Royale vel tekið og hann var tilnefndur til BAFTA-verðlauna fyrir hann. Quantum of Solace kom út tveimur árum eftir það og þriðja myndin með hann, Skyfall, var frumsýnd 23. október2012. Fimmta og síðasta mynd Craigs í hlutverki Bonds, No Time to Die, kom út þann 30. september 2021. Síðan Craig byrjaði að leika James Bond hefur hann haldið áfram að leika í öðrum myndum, markverðast af öllu í enskumælandi útgáfu af Körlum sem hata konur.
Hann er giftur Rachel Weisz leikkonu en hún er önnur eiginkona hans. Hann á dóttur, Ella, sem hann eignaðist með fyrstu eiginkonu sinni Fiona Loudon.