DJ Aligator

Ali Movasat (persneska: علی اصغر مواسات), eða DJ Aligator, (fæddur í Teheran 10. mars 1975) er íranskur raftónlistarmaður. Hann býr nú í Svíþjóð en bjó áður nokkur ár í Danmörku.

Frægasta lag DJ Aligator er „The Whistle Song“ (samið ásamt Dananum Holger Lagerfeldt) en það er að finna í tölvuleiknum Dance Dance Revolution. Þá hefur hann einnig endurhljóðblandað lag O-Zone, „Dragostea Din Tei“. Hann hefur einnig endurhljóðblandað „I Like to Move It“ (með Reel 2 Real) og „From Paris to Berlin“ (með Infernal).

Tenglar