Félagið var stofnað í San Diego, Kaliforníu árið 1979 af Beverly LaHaye. Það gefur ekki uppi meðlimafjölda en mat aðila utan félagsins er að hann telji eitthvað á bilinu 250.000 og 750.000 meðlimi, eftir því hvernig þátttaka er skilgreind. Frá og með 2006, var dreifingu ókeypis fréttabréfs þeirra, Family Voice, áætlað að vera um 200.000 eintök.
Félagið skilgreinir sig sem kvennasamtök þótt þrír af hverjum fimm er gegna stjórnunarstöðu innan félagsins séu karlmenn.[1] Sem þrýstihópur eyðir það talsverðu fé til að vinna sýnum málstað brautargengis og sem dæmi varði félagið 206.924 milljónum dollara í hagsmunagæslu árið 2011 samkvæmt Center for Responsive Politics[2]
Sagan
Upphaflega var félagið stofnað sem andsvar við tillögu um viðbót við Bandarísku stjórnarskránna, tillögu þess efnis að konur og karlar skyldu vera jöfn að lögum. Að mati félagsins gekk þessi tillaga gegn því sem það nefnir kristnum fjölskyldugildum. [3] Stjórnarskrárákvæðið var samþykkt af þinginu en naut ekki stuðnings nógu margra ríkja til að það kæmist í stjórnarskrána.[4]
CWA sneri sér þá að öðrum baráttumálum eins og baráttu gegn fóstureyðingum og samkynhneigðum. Félagið hvetur meðlimi sína til að skrifa bréf til þingmanna varðandi lög og reglugerðir sem það telur að vegi að því sem þau nefna kristnum fjölskyldugildum. Félagið hefur verið ötult í að mæta á ráðstefnur, sérstaklega er varða konur og börn til þess að reyna að hafa þau áhrif að skjöl sem frá slíkum ráðstefnum koma hafi það sem félagið kallar kristileg gildi að leiðarljósi. Einnig í þeim tilgangi að aftra því að stefna femínista nái fram að ganga.
Baráttumál
Menntun
Félagið styður uppbyggingu í menntun og trúir að það sé best gert með því að foreldrarnir fái að ráða meiru um menntun barna sinna sérstaklega til þess að koma að kennslu á sköpunarkenningunni í skólum.[5] Félagið er þó á móti ýmsum kensluháttum, sem dæmi að nota Harry Potter ævintýrabækurnar sem kennslubækur þar sem að það telur bækurnar hvetja til galdra meðal barna. Einnig er félagið á móti kynfræðslu annarri en þeirri sem hvetur til að stunda ekki kynlíf fram að giftingu. [6]
Fjölskyldan
Félagið trúir því að hjónaband sé á milli tveggja einstaklinga af gagnstæðu kyni og að þannig hafi guð skapað hjónaband. [7] Á þeim grundvelli berst félagið gegn giftingum samkynhneigðra. Annað sem að félagið hefur unnið að í baráttunni gegn samkynhneigð er til dæmis að styðja Skátahreyfinguna í Bandaríkjunum í banni sínu á samkynhneigðum meðlimum. [8]
Fóstureyðingar
Félagið er á móti fóstureyðingum á grundvelli þess að það að fjölga mannkyninu sé tilskipun guðs og sé ekki ógn við samfélagið. Eina skiptið sem að félagið telur að fóstureyðing sé réttmæt sé ef að líf móðurinnar sé að veði.[9] Ef að þungun er tilkomin vegna nauðgunar finnst félaginu að fóstureyðing sé ekki réttlætanleg, því að það ætti ekki að refsa fóstrinu fyrir glæp sem faðir þeirra framdi.[10] Félagið barðist til dæmis gegn frumvarpi að lögum um valfrelsi, sem segir til um að það sé val konunnar hvort hún fari í fóstureyðingu eða ekki.[11]
Klámvæðing
CWA vinnur með samtökunum Morality in Media við að vekja athygli á skaðsemi klámvæðingar. Félögin vinna að herferð sem þau kalla White Ribbons Against Pornography sem hvetur fólk til þess að bera hvíta slaufu til þess að vekja athygli á baráttu gegn klámvæðingu.[12]
Þátttaka í stjórnmálum
Staða félagsins innan stjórnmála er á hægri vængnum. Hægt er að flokka félagið undir öfga-íhaldstefnu (e. Extreme Conservatism), þótt sumir vilji setja það undir hatt félagslegrar íhaldsstefnu (e. Social Conservatism) þar sem baráttumál þeirra eru af félagslegum toga. Félagar CWF halda fast í boðorð Biblíunnar sem og ákvæði bandarísku stjórnarskárinnar.[13]
Forsetakosningarnar 2012
Félagið studdi Mitt Romney í forsetakosningunum 2012. Í ágúst það ár hafði félagið eytt 6 milljónum dollara í sjónvarpsauglýsingar í þeim sex ríkjum þar sem yfirleitt ríkir óvissa um hvernig fara muni í hverjum kosningum fyrir sig. Félagið einblíndi sérstaklega á heitustu baráttumálin, félagslegu og efnahagslegu málin. Þó stóð einna helst upp úr að Obama væri samþykkur hjónabandi samkynhneigðra,[14] á meðan Mitt Romney væri á móti fóstureyðingum.[15]