Clifford Lee "Cliff" Burton (fæddur 10. febrúar 1962 í Castro Valley, Kaliforníu, látinn 27. september, 1986) var bandarískur tónlistarmaður og bassaleikari. Hann lék á bassa með hljómsveitinni Metallica frá 1982 til 1986 en á tónleikaferðalagi í Svíþjóð það ár lenti hljómsveitin í bílslysi og lenti Burton undir rútunni sem flutti sveitina. Um mánuði eftir að Burton lést fann Metallica nýjan bassaleikara; Jason Newsted.
Burton fann sér áhrifavalda í ýmsum tónlistarstefnum, þar á meðal klassískri tónlist, kántrí, blús og jazz. Áður en Burton gekk í Metallica var hann í hljómsveit með Mike Bordin og Jim Martin sem stofnuðu hljómsveitina Faith No More og hljómsveitinni Trauma. Lars Ulrich og James Hetfield sáu Burton spila með Trauma og heilluðust af spilamennsku hans. Þeir fluttu til San Francisco til að tryggja hann sem meðlim hljómsveitarinnar. Þeir tileinkuðu lagið To Live Is to Die Burton af plötunni ...And Justice for All.