Bustarfell

Bustarfell
LandÍsland
Map
Hnit65°37′01″N 15°09′17″V / 65.61681°N 15.15475°V / 65.61681; -15.15475
breyta upplýsingum

Bustarfell er friðlýstur torfbær í Hofsárdal, Vopnafirði. Hann er frá 16. öld og hýsir minjasafn.

Í Burstarfelli var hjáleigan Brunahvammur sem var lengst af í eigu Bustarfellsbænda. Brunahvammur er heiðarbýli og í 340 metra hæð yfir sjávarmáli. Jörðin þótti góð til búskapar að fornu lagi en nokkuð mannfrek til heyskapar og fjárgæslu. Þá þótti torfrista léleg og mór var enginn. Erla skáldkona bjó á Brunahvammi og sonur hennar Þorsteinn Valdimarsson sem einnig var skáld, fæddist þar 1918. Brunahvammur lagðist í eyði 1945.

Tenglar

  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.