Brenda Song

Brenda Song
Upplýsingar
FæddBrenda Song
27. mars 1988 (1988-03-27) (36 ára)

Brenda Song (f. 27. mars 1988 í Kaliforníu) er bandarísk leik- og söngkona.

Brenda ákvað að fara í leiklist eftir að móðir hennar og og hvöttu hana til þess, en systir hennar er einnig leikkona. Brenda varð fyrst fræg þegar hún lék í þáttunum um The Suite Life sem skart Sprouse tvíburunum, en þeir voru óhemju vinsælir á meðal yngri áhorfenda. Alla tíð hefur systir hennar Mia Song verið fyrirmynd hennar. Árið 2003 lék hún eitt af 12 börnum í myndinni College Road Trip, en í henni fór Martin Lawerance með aðalhlutverkið. Hún hefur einnig leikið í myndunum Ultimate Christmas Present, Stuck In The Suburbs, Get A Clue, Like Mike og Wendy Wu: Homecoming Warrior. Fyrsta kvikmynd sem Brenda lék í var True Woman, en í henni fór Angelina Jolie með stórt hlutverk. Brenda var aðeins tíu ára gömul þá. Brenda hefur leikið mjög mikið af aukahlutverkum í sjónvarpsþáttum m.a. George Lopez og Fraiser. Þegar hún kom fyrst fram í sjónvarpi var hún sjö ára en þremur árum seinna byrjaði hún að leika í kvikmyndum. Hún hefur skapað sína eigin fatalínu sem fékk nafnið og er til sölu í Target verslunum.

Tenglar

  Þetta æviágrip sem tengist leikurum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.