Alaska (bók)

Forsíða Alaska

Alaska, lýsing á landi og lands-kostum, ásamt skýrslu innar íslenzku sendinefndar : um stofnun íslenzkrar nýlendu er rit eftir Jón Ólafsson sem fjallar um Alaska-fylki og möguleika á að stofna þar íslenska nýlendu. Hún var gefin út 1875 í Washington og endurútgefin 26. febrúar 2005 af Project Gutenberg.

Í skýrslunni er kveðið fast og djarflega að orði og draumar um framtíðarheim þar sem íslenskan verður fremri enskunni.

Ef Íslendingar næmu nú land í Alaska—segjum 10 þúsundir á 15 árum, og fjöldi þeirra tvöfaldaðist þar t.d. á hverjum 25 árum, sem vel mætti verða og ugglaust yrði í svo hagfeldu landi, þá væru þeir eftir 3 til 4 aldir orðnir 100 miljónir, og mundu þá þekja alt meginlandið frá Hudson-flóa til Kyrra-Hafs. Þeir gætu geymt tungu sína, aukið hana og auðgað af hennar eigin óþrjótandi rótum, og, hver veit, ef til vill sem erfingjar ins mikla lands fyrir sunnan sig, smátt og smátt útbreitt hana með sér yfir þessa álfu, og endrfœtt ina afskræmdu ensku tungu.


Já, þetta sýnist ráðleysu rugl og viltir draumórar; og ég segi heldr eigi að svo verði; en ég segi svo megi verða. Það er alsendis mögulegt! Meira segi ég eigi. Íslenzka og enska eru af sömu rótum runnar; og þó enskan sé mannsterkari nú, þá höfum vér hvergi lesið það drottins lögmál, að hún skuli svo verða að eilífu. Og, ef svo mættí um tungur segja, þá hefir sú fagra íslenzka mær meira siðferðislegt afl, en in enska portkona, er lagt hefir lag sitt við allar skrælingja- og skrípa-tungur þessa heims.

Að auki er í ritinu að finna lýsingar á veðurfari og náttúru Alaska.

Tenglar