Konstans 2. skipaði exarkinum Ólympíosi í Ravenna að handtaka Martein 1. páfa þar sem kjör hans hefði ekki verið samþykkt af keisaranum. Ólympíos reyndi að fá biskupana í Róm í lið með sér án árangurs.
Kōtoku Japanskeisari sakaði ráðherrann Soga no Kurayamada um svik. Hann framdi sjálfsmorð í hofinu Yamada-dera. Fjölskylda hans framdi líka sjálfsmorð og aðrir ættingjar voru í kjölfarið handteknir og líflátnir.