Þórunn Jónsdóttir á Grund (f. um 1511), dóttir Jóns Arasonar, trúlofaðist ungum presti, Jóni Þórðarsyni á Myrká. Óljóst er hvort þau giftust en hann hefur þá orðið fjórði maður hennar.
22. október - Mikill hluti af Haarlem í Hollandi brennur. Eldurinn hófst í brugghúsinu het Ankertje og læsti sig í næstu hús. Um 500 byggingar eyðilögðust.
Friðrik 2. Danakonungur gerði Tycho Brahe að lénsherra á eynni Hveðn og veitti honum tekjur til uppihalds og rannsókna sem samsvöruðu um einu prósenti af fjárlögum danska ríkisins.