22. júní - Árni Helgason biskup skrifaði undir viðurkenningu um að skulda Eiríki konungi af Pommern 3000 enska nóbíla, sem var geysimikið fé. Hann gat aldrei greitt skuldina og dó líklega erlendis sama ár.
21. maí - Troyes-sáttmálinn undirritaður þar sem Kark 6. Frakkakonungur lýsti Hinrik 5. Englandskonung réttmætan erfingja sinn og gerði þar með Karl son sinn, síðar Karl 7. Frakkakonung, arflausan.