100 Club er frægur tónleikastaður í Oxfordstræti 100, Westminster í London. Á staðnum, sem þá var veitingastaður sem hét Mack's, hafa verið haldnir tónleikar frá árinu 1942. Fyrstu árin voru það einkum djasstónlistarmenn sem komu þar fram en staðurinn er í dag þekktastur fyrir að hafa hýst fyrstu pönktónleikana í Bretlandi árið 1976. Meðal þeirra sem komu þar fram á fyrstu „alþjóðlegu pönktónlistarhátíðinni“ 21. september 1976 voru Sex Pistols, Siouxsie & the Banshees, The Clash, Buzzcocks og The Damned. Frá 1981 hýsti staðurinn marga harðkjarnapönktónleika með hljómsveitum á borð við Discharge og Crass.
Tenglar