Orsök þessara styrjalda var flókið samspil trúarlegra og stjórnarfarslegra átakaþátta. Meðal þess sem deilt var um var hvort konungur ætti að ráða því hvernig trúarlífi væri háttað í ríkinu eða hvort hver einstaklingur ætti það við samvisku sína, og að hvaða marki þingið takmarkaði völd konungs, sérstaklega heimildir hans til skattheimtu og stríðsreksturs. Að auki snerust stríðin um það að hvaða marki Írland og Skotland gætu staðið sjálfstæð gagnvart miðstöð valdsins í London. Sigur enska þingsins varð til þess að þingbundin konungsstjórn var ríkjandi og miðstöð valdsins í London óskoruð.