Ávöxtur

Ferskjur eru ávextir bæði í grasafræði og matargerð

Ávöxtur eða aldin er samkvæmt grasafræði þroskað afsprengi egglegs dulfrævings sem umlykur fræ hans. Í matargerð á hugtakið hins vegar oftast við þá ávexti sem eru sætir og holdugir, t.d. ferskjur, epli og appelsínur. Dæmi um afurðir sem eru ávextir samkvæmt grasafræðilegri skilgreiningu en eru ekki taldir sem slíkir í matargerð eru agúrkur, maís, pipar (t.d. chillipipar), hnetur, eggaldin og tómatar.

Ávextir sem ekki innihalda fræ eru nefndir geldaldin. Afsprengi plöntu sem líkist ávexti en flokkast ekki sem ávöxtur er í grasafræði kallað skinaldin.

Tengt efni

Heimild

Tenglar

  • „Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti?“. Vísindavefurinn.
  • Hvað er svona merkilegt við grænmeti og ávexti? Geymt 16 desember 2007 í Wayback Machine, grein eftir Hólmfríði Þorgeirsdóttur, verkefnisstjóra á Lýðheilsustöð
  • Uppskriftir að grænmetis- og ávaxtaréttum
  • Flokkun ávaxta og grænmetis