Frjóvgun er þegar tvær kynfrumur sameinast og ný vera myndast þar af. Í spendýrum kemur ein sæðisfruma að eggfrumu. Sæðisfruman treður sér í gegnum utanáliggjandi eggbú eggfrumunnar. Haus sæðisfrumunnar hefur hjálm sem inniheldur ensím og hjálpar henni að komast í gegnum egghýðið og inn í eggið sjálft. Eftir að sæðisfruman hefur binst veggnum í egginu, losnar kjarni sæðisfrumunnar og fer inn í eggið. Kjarnasamruni á sér þá stað milli kjarna sæðisfrumunnar og eggsins. Þá er frjóvgun lokið.