Þorvaldur Þorvaldsson (f. 1957) er íslenskur trésmiður, söngvari og stjórnmálamaður. Hann er formaður Alþýðufylkingarinnar en hefur einnig starfað í m.a. Trésmiðafélagi Reykjavíkur, Menningartengslum Albaníu og Íslands, Baráttusamtökunum fyrir stofnun kommúnistaflokks, Rauðum vettvangi, Vinstrihreyfingunni - græni framboði, Heimssýn og Samtökum hernaðarandstæðinga, auk þess að hafa gegnt formennsku í Parkinsonsamtökunum. Hann ritstýrði blaðinu Rödd byltingarinnar á níunda áratugnum.