Úrslitaleikur meistaradeildar Evrópu 2005 fór fram á Atatürk ólympíuleikvanginum í Istanbúl, Tyrkland, þann 25. maí 2005. Þar áttust við AC Milan og Liverpool. Milan komst yfir 3-0 í hálfleik en á 6 mínútna kafla í seinni hálfleik náði Liverpool að jafna í 3-3. Liðin skildu jöfn eftir venjulega leiktíma og framlengingu en Liverpool sigraði í vítaspyrnukeppni 3-2. Þetta var fimmti sigur Liverpool í keppninni í sínum sjötta úrslitaleik en Milan hafði áður unnið keppnina sex sinnum og var að leika í sínum tíunda úrslitaleik í keppninni.
Liðin mættust aftur í úrslitaleik meistaradeildar Evrópu 2007.
Nánar um leikinn.
Tengt efni