Ásta B. Þorsteinsdóttir

Ásta Bryndís Þorsteinsdóttir (1. desember 1945 - 12. október 1998) var alþingismaður og hjúkrunarfræðingur. Hún var ötul baráttukona fyrir réttindum fatlaðra og var formaður Þroskahjálpar um árabil. Hún var einnig varaformaður Alþýðuflokksins um tíma.

Ævi

Ásta fæddist í Reykjavík og foreldrar hennar voru Þorsteinn Þorsteinsson, sjómaður og fisksali, og Ásdís Eyjólfsdóttir, skattendurskoðandi. Ásta átti tvö systkini, Víglund Þorsteinsson (1943-2018) framkvæmdastjóra BM-Vallá og Hafdísi Björgu Þorsteinsdóttur (f. 1955).

Ásta lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1968 og stundaði framhaldsnám í hjúkrunarstjórn við Nýja hjúkrunarskólann frá 1987-1988. og nám í skurðhjúkrun á Íslandi og í Danmörku.

Hún starfaði sem skurðhjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum frá 1968-1969, hjúkrunarfræðingur á geðdeild í Árósum árið 1971 og skurðhjúkrunarfræðingur í Árósum frá 1972-1980. Hún var hjúkrunarfræðingur við göngudeild Landspítalans frá 1980–1981, skurðhjúkrunarfræðingur við skurðdeild kvennadeildar Landspítalans frá 1982-1988 og var hjúkrunarframkvæmdastjóri á Landspítalannum frá 1988-1997.

Ásta var ötul baráttukona fyrir réttindum fatlaðra og var formaður Þroskahjálpar frá 1987-1995. Hún sat í fjölda opinberra nefnda um málefni fatlaðra og sat einnig í stjórnum norrænna hagsmunasamtaka fatlaðra.

Eiginmaður Ástu var Ástráður B. Hreiðarsson, læknir. Börn þeirra eru: Arnar Ástráðsson (f. 1967) læknir, Blær Ástríkur Stefán Ástuson Ástráðsson (1970-2021) táknmálsfræðingur og laganemi og Þorsteinn Hreiðar Ástráðsson (1975) læknir.

Heimildir

  • „Ásta Bryndís Þorsteinsdóttir - Minningargrein (haus)“. Sótt 5. september 2006.
  • Alþingi, Ásta B. Þorsteinsdóttir æviágrip (skoðað 20. janúar 2021)
  • Ruv.is, „Blær Ástríkur Stefán Á. Ástráðsson er látinn“ (skoðað 20. janúar 2021)
  • Mbl.is, „Merkir Íslendingar - Ásta B. Þorsteinsdóttir“ (skoðað 20. janúar 2021)