Wi-Fi

Wi-Fi (stundum skrifað Wi-fi, WiFi, Wifi eða wifi; dregið af Wireless Fidelity eða „þráðlaus nákvæmni“) er vörumerki nokkurra samhæfnisstaðla fyrir þráðlaus staðarnet (WLAN).

Wi-Fi var ætlað að gera fjarskiptabúnaði (líkt og fartölvum) það kleift að tengjast við þráðlaus staðarnet en er nú gjarnan notað fyrir internetaðgang og VoIP-síma. Fartölvur geta einnig notað Wi-Fi og er það yfirleitt innbyggt í þær en sumar þurfa ennþá á Wi-Fi netkorti að halda. Önnur tæki, líkt og myndavélar, eru stundum búin Wi-Fi.

Einstaklingur með Wi-Fi tæki getur tengt tækið inn á þráðlaust staðarnet þegar hann er nálægt einhverjum af aðgangsstöðum þess. Tengst er með rafsegulbylgjum á örbylgjurófinu og því þarf ekki að tengja tækið við netkerfið með snúru. Ef þráðlausa staðarnetið er tengt við internetið er sömuleiðis hægt að tengjast því með tækinu. Það landfræðilega svæði sem einn eða fleiri aðgangsstaðir þjóna kallast heitur reitur. Drægi aðgangsstaða er mismunandi. Drægi Wi-Fi-beina í heimahúsum er alla jafna um 45 metrar innanhúss og um 90 metrar utanhúss.

  Ãžessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.