Susan Thompson (g. 1952; d. 2004) Astrid Menks (g. 2006)
Börn
3
Undirskrift
Warren Edward Buffett (f. 30. ágúst 1930) er bandarískur athafnamaður, fjárfestir og mannúðarvinur sem er formaður og framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Berkshire Hathaway. Vegna mikillar velgengni sinnar í fjárfestingum er Buffett einn frægasti fjárfestir í heimi. Hann er stundum kallaður „véfréttin frá Omaha“ vegna mikillar forsjálni sinnar í fjárfestingum. Í desember 2023 voru eignir hans metnar upp á 120 milljarða Bandaríkjadala, sem gerði hann að níunda ríkasta manni í heimi.
Buffett hóf störf í fjárfestingum árið 1956 og varði þá alls 100 þúsund dölum. Um áratugi síðar keypti hann sig inn í vefnaðarfyrirtækið Berkshire Hathaway og hefur stýrt því síðan. Buffett breytti fyrirtækinu úr vefnaðarfélagi í alhliða fjárfestingarfélag. Á næstu áratugum fjárfesti Buffett í ýmsum fyrirtækjum og vörumerkjum, þar á meðal American Express árið 1963, The Washington Post árið 1973, Coca-Cola árið 1988 og Gillette árið 1989.[1] „Buffett-aðferðin“ í fjárfestingum er kennd við Warren Buffett, en hún felst í tólf reglum sem skipt er í fyrirtækjareglur, stjórnunarreglur og fjármálareglur.[4]
Árið 2006 lofaði Buffett því að gefa verulegan hluta auðæfa sinna til góðgerðamála. Hann gaf frá sér rúmlega 123 milljarða króna, eða um 870 milljónir dollara, til fjögurra fjölskyldurekinna góðgerðasjóða árið 2023.[5]