Verslunin Edinborg var ein af stærri kaupmannsverslununum í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldarinnar en þaðan var einnig gert út. Á seinni hluta 20. aldarinnar voru þar fyrst og fremst seldar vefnaðarvörur og leikföng. Verslunin var stofnuð af Ásgeiri Sigurðssyni sem var jafnframt konsúll eða sendiherraBreta. Verslunin var með útibú á Eskifirði og á Ísafirði þar sem verslunin stóð fyrir byggingu hafskipsbryggju sem varð tilefni deilna í bæjarstjórn.
Fljótlega eftir stofnun, eða uppúr aldamótunum 1900, var hægt að fá vínber og epli í janúar í versluninni.[1] Fyrsta árið eftir stofnun RÚV árið 1930 leigði það aðstöðu hjá Edinborgarverslun við Hafnarstræti en fluttist svo um set í Landssímahúsið við Austurvöll.[2]