Vatnsdalsfjall er fjall í Austur-Húnavatnssýslu, austan við Vatnsdal, og myndar austurhlíð dalsins. Það er 1018 m hátt. Þar sem fjallið rís hæst kallast Jörundarfell.
Skriðuföll eru algeng úr Vatnsdalsfjalli og hafa oft valdið mannskaða. Til dæmis eyddi Skíðastaðaskriða bænum Skíðastöðum árið 1545 og Bjarnastaðaskriða hljóp árið 1720. Vatnsdalshólar eru taldir vera berghlaupsurð sem fallið hefur úr Vatnsdalsfjalli og ofan í Vatnsdal.