Vald ríkja Bandaríkjanna og bandaríska alríkisins hefur verið stórt hitamál í bandarískum stjórnmálum allt frá upphafi. Sá málefnalegi ágreiningur sem ríkir milli Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins skýrist meðal annars af þessu máli en Demókrataflokkurinn er oftast hlynntur því að setja alríkislög um málefni á meðan Repúblikanaflokkurinn er oftast hlynntur því að ríkin fái að setja lög um stór mál. Meðal stærstu deiluefna í seinni tíð er þungunarrofslöggjöf en Repúblikanar eru að jafnaði mótfallnir þungunarrofi og telja að ríkin eigi að hafa rétt til að setja lög sem hindra aðgengi að þungunarrofi á meðan Demókratar eru að jafnaði hlynntir þungunarrofi og telja að alríkið eigi að setja lög sem verndar réttinn til þungunarrofs.[1] Hér á árum áður var þrælahald eitt þeirra mála sem deilt var um hvort ríkin eða alríkið ætti að hafa meira vald yfir. Það deilumál var að mestu útkljáð eftir Þrælastríðið og eftir að 13. viðauki Bandarísku stjórnarskrárinnar var innleiddur.
Tilvísanir
- ↑ „Abortion | Pros, Cons, Debate, Arguments, Health Care, Science, Pro-life, & Pro-choice | Britannica“. www.britannica.com (enska). 27. október 2024. Sótt 5. desember 2024.