Upplausn Júgóslavíu varð í kjölfar mikilla deilna og pólitísks umróts sem hófst í júní 1990. Afleiðing þessarar atburðarásar var sú að Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavíu (SS Júgóslavía) leystist upp.
SS Júgóslavía var ríki af fjölþjóðlegum og fjölmenningarlegum uppruna sem náði frá Mið-Evrópu suður um Balkanskaga. Á svæðinu höfðu lengi geisað deilur milli þjóða. Sex lýðveldi mynduðu ríkjasambandið og auk þeirra tvö sjálfsstjórnarhéruð sem lauslega gátu talist til þjóðríkja. Á tíunda áratugnum klofnaði ríkjasambandið í fjölda sjálfstæðra ríkja. Þessar átta pólitísku einingar urðu að sex ríkjum: Slóveníu, Króatíu, Bosníu og Hersegóvínu, Makedóníu, Svartfjallalandi og Serbíu, ásamt tveimur sjálfsstjórnarhéruðum innan Serbíu: Kosóvó og Vojvodínu.
Deilur milli Bosníu, Króatíu og Serbíu um yfirráðarétt á löndum leiddu síðan til Júgóslavíustríðanna.