|
Skammstöfun
|
Umf. Selfoss
|
Stofnað
|
1. júní 1936
|
Aðsetur
|
Tíbrá
|
Stjórnarformaður
|
Viktor S. Pálsson
|
Framkvæmdarstjóri
|
Gissur Jónsson
|
ÍSÍ
|
HSK
|
Ungmennafélag Selfoss var stofnað á Selfossi annan dag hvítasunnu, þann 1. júní 1936. Það voru tíu ungir Selfyssingar sem stóðu að stofnun þess. Í dag eru átta deildir innan félagsins. Þær eru: fimleikadeild, frjálsíþróttadeild, handknattleiksdeild, júdódeild, knattspyrnudeild, mótokrossdeild, sunddeild og taekwondodeild.
Fimleikadeild
Uppl. vantar
Frjálsíþróttadeild
Uppl. vantar
Handknattleiksdeild
Uppl. vantar
Júdódeild
Uppl. vantar
Knattspyrnudeild
Saga og búningar
Knattspyrnudeild Selfoss var stofnuð árið 1955 og hóf liðið þátttöku í Íslandsmóti karla árið 1966 og vann þá 3. deildina í fyrstu atrennu. Fyrstu búningar liðsins voru rauðar og svartar treyjur, fengnar frá Víkingi Reykjavík, sem aftur hafði fengið þær frá ítalska liðinu AC Milan.
Lítil festa var í búningamálum Selfyssinga fyrstu árin og frá 1963-65 lék liðið í karrýgulri treyju með vínrauðum borða. Þegar Selfoss hóf keppni á Íslandsmótinu og til 1972 var keppnistreyja liðsins græn. Árið 1973 var loks núverandi litur, vínrauður, tekinn upp sem aðallitur á treyjum félagsins að undangengnum talsverðum umræðum og kosningu. Þótti það mæla með litavalinu að merki félagsins frá árinu 1965 væri vínrautt og að ekkert annað félag notaðist við þennan einkennislit.
Mótokrossdeild
Uppl. vantar
Sunddeild
Uppl. vantar
Taekwondodeild
Uppl. vantar
Tenglar