Ungbarnadauði er dauðibarns á fyrsta aldursári. Tíðni ungbarnadauða er skilgreind sem fjöldi látinna barna 12 mánaða og yngri á hver 1.000 börn sem fæðast lifandi.[1]Vöggudauði, óútskýrt skyndilegt andlát barns undir 12 mánaða aldri, er ein orsök ungbarnadauða. Barnadauði er dauði barna undir fimm ára aldri,[2] og burðarmálsdauði er dauði fósturs eða nýbura, eftir 22 vikna meðgöngu og áður en barnið er 28 daga gamalt.
Árið 1990 létust 8,8 milljón börn undir 12 mánaða aldri í heiminum.[6] Árið 2015 var þessi tala komin niður í 4,6 milljónir.[7] Tíðni ungbarnadauða minnkaði úr 65 í 29 andlát á 1.000 fæðingar á heimsvísu á sama tíma.[8] Árið 2017 létust 5,4 milljón börn fyrir fimm ára aldur,[9] en árið 1990 var þessi tala 12,6 milljónir.[7] Talið er að hægt væri að fyrirbyggja 60% þessara andláta með tiltölulega einföldum aðgerðum eins og samfelldri brjóstagjöf, bólusetningum og bættri næringu.[10]
Tíðni ungbarnadauða
Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum[11] voru eftirtalin fimm lönd með hæsta tíðni ungbarnadauða 2015-2020: