Thomas Paine (29. janúar 1737 - 8. júní 1809) var rithöfundur, fræðimaður og hugsjónamaður sem átti mikinn þátt í að vinna sjálfstæðismálinu í Bandaríkjunum fylgis og er því talinn með landsfeðrum Bandaríkjanna. Verk hans Common Sense (Almenn skynsemi) varð grundvöllurinn að sjálfstæðisyfirlýsingunni 1776.