Túnfiskur er almennt heiti á nokkrum tegundum fiska af makrílaætt, aðallega innan ættkvíslarinnar Thunnus. Túnfiskur er líka almennt heiti á tegundinni Thunnus tynnus.
Túnfiskar eru mjög hraðsyndir og hafa mælst á allt að 77 km/klst hraða og telja nokkrar tegundir sem eru með jafnheitt blóð. Kjöt túnfiska er rautt á litinn af því það inniheldur meira magn vöðvarauða en flestar aðrar tegundir fiska. Sumar stærri tegundirnar, eins og atlantshafstúnfiskur, geta aukið líkamshita sinn með því að hreyfa vöðvana og þannig lifað af í mun kaldari sjó.
Túnfiskur er ein af verðmætustu tegundum fiska. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að ofveiði ógnar sumum túnfiskstofnum.