Tíbeska er stærst tíbeskra mála. Hún byggist á mállýsku sem töluð er í Lasa sem er stærsta borg í Tíbet. Tíbeska er opinbert tungumál í Tíbet. Ritmál tíbesku er byggt á klassískri tíbesku og er því afar íhaldssamt.
Mælendur tíbesku voru 1,2 milljónir árið 1990 samkvæmt manntali frá sama ári.