Svartbakur

Svartbakur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Strandfuglar (Charadriiformes)
Ætt: Máfar (Laridae)
Ættkvísl: Larus
Tegund:
L. marinus

Tvínefni
Larus marinus
Linnaeus, 1758, Gotland, Svíþjóð
Dreifing á norðlægum slóðum
Dreifing á norðlægum slóðum
Larus marinus

Svartbakur (fræðiheiti Larus marinus, sem þýðir á latínu „hafmáfur“ eða „sjávarmáfur“) er stærstur máfa og er oft nefndur veiðibjalla.[1] Hann er svartur og hvítur á lit, goggur hans er gulur og sterklegur og rauður blettur finnst fremst í neðri skolti. Fætur svartbaksins eru ljósbeikir og augu hans ljós.

Svartbakur getur vegið rúm 2 kg og vænghafið getur orðið allt að 1,5 metrar. Hann verpir snemma á vorin í dyngju á jafnsléttu og eru eggin að meðaltali þrjú talsins, og tekur það þau um fjórar vikur að klekjast út. Svartbakur verður kynþroska við 4-5 ára aldur.

Svartbakur er staðfugl á Íslandi og hefur þeim fjölgað mjög á Íslandi vegna aðgangs að lífrænum úrgangi sem kemur aðallega frá sjávarútveginum. Stofnstærð er talin í kringum 20 þúsund varppör.

Hin ýmsu nöfn

Svartbakurinn sem stundum er kallaður veiðibjalla eða bjalla er stundum líka nefndur kaflabringur, kaflabrinki og skári.

Neðanmálsgreinar

  1. Orðið „veiðibjalla“[óvirkur tengill] í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans

Heimild

  • Íslenskir fuglar (Reykjavík: Iðunn, 1992): bls. 48.

Tenglar

  • „Hvað eru svartbaksegg lengi að klekjast út?“. Vísindavefurinn.