Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1949 var 21. Suður-Ameríkukeppnin í knattspyrnu og var haldin í Brasilíu dagana 3. apríl til 11. maí. Átta lið kepptu á mótinu þar sem öll liðin mættust í einfaldri umferð, en grípa þurfti til úrslitaleiks til að finna sigurvegara. Brasilíumenn sigruðu á heimavelli og var það fyrsti titill þeirra frá mótinu 1922. Sigur Brasilíu var býsna öruggur og skoraði liðið heil 46 mörk í átta leikjum. Fyrir vikið sannfærðust stuðningsmenn þeirra um lið þeirra ætti heimsmeistaratitilinn vísan á heimavelli árið eftir.
Brasilía gat tryggt sér titilinn með jafntefli gegn Paragvæ í lokaleik riðilsins. Paragvæ náði að knýja fram sigur og þar með oddaleik þremur dögum síðar.