Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1924 var áttunda Suður-Ameríkukeppnin í knattspyrnu. Til stóð að halda hana í Paragvæ, sem treysti sér ekki til að halda mótið vegna skorts á innviðum. Niðurstaðan varð því sú að knattspyrnusamband Paragvæ skipulagði mótið í Montevídeó í Úrúgvæ til heiðurs nýkrýndu Ólympíumestaraliði heimamanna. Úrúgvæ varð meistari í fimmta sinn.
Keppnisliðin urðu ekki nema fjögur talsins eftir að Brasilía dró sig úr keppni.