Stjörnustríð: Ný von

Stjörnustríð: Ný von
Star Wars
LeikstjóriGeorge Lucas
HandritshöfundurGeorge Lucas
FramleiðandiGary Kurtz
LeikararMark Hamill
Harrison Ford
Carrie Fisher
Alec Guinness
David Prowse
KvikmyndagerðGilbert Taylor
KlippingPaul Hirsch
Marcia Lucas
Richard Chew
TónlistJohn Williams
Dreifiaðili20th Century Fox
FrumsýningFáni Bandaríkjana 25. maí, 1977
Fáni Íslands júlí, 1978
Lengd121 mín. (upprunaleg útgáfa)
125 mín (lengri útgáfa)
Tungumálenska
AldurstakmarkFáni Bandaríkjana PG
Fáni Íslands L
Ráðstöfunarfé$11.000.000
FramhaldStjörnustríð: Gagnárás keisaradæmisins

Sjörnustríð: Ný von (enska: Star Wars: A New Hope) er bandarísk kvikmynd frá árinu 1977. Tökur fóru að hluta til fram í Túnis. Hún var framleidd með tiltölulega litlu fjármagni en við frumsýningu varð hún vinsælli en nokkur gat ímyndað sér. Aðdáendur streymdu í kvikmyndahús og keyptu Stjörnustríðsvarning svo sem leikföng. Upprunalegu leikföngin frá fyrstu Stjörnustríðsmyndinni hafa orðið mjög dýrir safngripir.

Fljótlega eftir frumsýningu hófst framleiðsla á framhaldsmynd sem fékk heitið Gagnárás keisaradæmisins (The Empire Strikes Back). Árið 1997, eða 20 árum eftir frumsýningu var sýnd í kvikmyndahúsum um allan heim endurbætt útgáfa af myndinni, ásamt framhaldsmyndunum tveimur. George Lucas, leikstjórinn, sagði að þetta væri sú útgáfa sem hann vildi gera við frumsýningu, en vegna tæknilegra takmarkana gat hann það ekki. Sumir aðdáendur hafa ekki tekið þessari nýju útgáfu vel og gagnrýna að hún hafi ekki sama anda og upprunalega útgáfan.


  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.