Stefán A. Pálsson

Stefán A. Pálsson (2. febrúar 190121. desember 1989) var stórkaupmaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram.

Ævi og störf

Stefán var kaupmannssonur og lagði snemma fyrir sig verslun og viðskipti. Hann rak eigin heildverslun frá 1921-60 en varð síðar skrifstofumaður hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Árið 1932 kvæntist hann eiginkonu sinni, Hildi E. Pálsson. Þau eignuðust átta börn, en fimm komust á legg.

Stefán var kunnur maður í bæjarlífi Reykjavíkur, ekki hvað síst vegna starfa sinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Um langt árabil var hann aðalkosningastjóri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Fyrir forsetakosningarnar 1952 gerðist Stefán einn af kosningastjórum Ásgeirs Ásgeirssonar, en flestir Sjálfstæðismenn studdu mótframbjóðanda hans, sr. Bjarna Jónsson.

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Fram árið 1928 var afdrifaríkur. Félagið var við það að lognast út af og rætt var í fullri alvöru um að sameina það Knattspyrnufélaginu Víkingi, sem einnig átti erfitt uppdráttar. Það varð Fram til lífs að á fundinum var kjörin ný stjórn sem var staðráðin í að rífa upp starfsemina.

Stefán A. Pálsson var kjörinn formaður vegna reynslu sinnar af félagsmálum. Hann hafði aldrei leikið knattspyrnu, en tók að sér verkefnið fyrir atbeina vinar sína Guðmundar Halldórssonar. Hann var formaður frá 1928-29, en sat svo lengi í stjórn eftir það. Á 35 ára afmæli Fram, var Stefáni veittur silfurkross félagsins.

Árin 1938-46 var Stefán varabæjarfulltrúi í Reykjavík fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Frá 1934-54 veitti hann , Vetrarhjálpinni forstöðu, en sá félagsskapur hafði það markmið að aðstoða fátækt fólk í kringum jólin.

Fyrirrennari:
Tryggvi Magnússon
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram
(19281929)
Eftirmaður:
Ólafur Kalstað Þorvarðsson