Stanford Encyclopedia of Philosophy er alfræðirit um heimspeki á veraldarvefnum sem rekið er af Metaphysical Research Lab við Center for the Study of Language and Information hjá Stanford University. Aðalritstjóri er Edward N. Zalta, stofnandi alfræðiritsins. Aðgangur að vefsíðunni er ókeypis.
Greinar á vefnum eru skrifaðar af sérfræðingum en meðal greinarhöfunda eru prófessorar í heimspeki frá 65 háskólum frá öllum heimshornum. Leitast er við að tryggja gæði greina á vefnum með því að
- fá sérfræðinga til að skrifa á vefinn;
- greinarhöfundar eru valdir af ritstjóra eða ritstjórnarnefnd, og
- greinar eru ritrýndar.
Ritstjórnarstefna Stanford Encyclopedia of Philosophy leyfir að fleiri en ein grein fjalli um sama efni. Þannig má endurspegla ágreining fræðimanna á fræðilegan máta.
Edward N. Zalta stofnaði Stanford Encyclopedia of Philosophy í september árið 1995 með það í huga að alfræðirit á veraldarvefnum mætti uppfæra oft og koma þannig í veg fyrir að það úreldist eins og óhjákvæmilegt er um prentaðar bækur.
Heimild
Tengt efni
Tengill